Leikfélag Hofsóss frumsýndi gamanleikinn Ærsladrauginn eftir Noel Coward í Höfðaborg á Hofsósi laugardaginn 29. mars. Leikstjóri er Börkur Gunnarsson.
Verkið gerist á yfirstéttarheimili bresks rithöfundar sem ætlar að afla sér vitneskju um starfsemi miðla og býður í þeim tilgangi einum slíkum í heimsókn. Skemmst er frá því að segja að ýmislegt fer á annan veg en ætlað var í upphafi en eins og nafn verksins bendir til kemur óútreiknanlegur ærsladraugur við sögu.
Hlutverk í sýningunni eru sjö í höndum sex leikara en alls koma um 30 manns að sýningunni.
Ærsladraugurinn var fyrst settur á svið í London árið 1941 og gekk þá 2000 sinnum. Leikfélag Hofsóss telur hins vegar að níu sýningar muni duga að þessu sinni. Þegar hefur verið sýnt tvisvar sinnum en aðrar sýningar verða sem hér segir:
3. sýning þriðjudag 1. apríl kl. 20:00
4. sýning fimmtudag 3. apríl kl. 20:00
5. sýning þriðjudag 8. apríl kl. 20:00
6. sýning laugardag 12. apríl kl. 15:00
7. sýning laugardag 12. apríl kl. 20:00
8. sýning þriðjudag 15. apríl kl. 20:00
Lokasýning laugardag 19. apríl kl. 22:00
MIÐAVERÐ: Kr. 4.000 f. fullorðna / Kr. 3.500 f. ellilífeyrisþega / Kr. 2.500 f. börn 6–14 ára MIÐAPANTANIR í síma 837-5045
Mynd: Leikhópurinn ásamt Berki Gunnarssyni leikstjóra