Fullt var upp í rjáfur og margir þurftu frá að hverfa á síðustu sýningu á Lé konungi á föstudagskvöldið. Síminn hafði logað alla vikuna og tölvuskeytum rignt inn með áskorunum um að bæta við aukasýningu, þegar ljóst var í hvað stefndi, en aðstæður í leikhúsinu voru með þeim hætti að ekki var hægt um vik. Það tókst hinsvegar að hliðra til og koma við einni aukasýningu og verður hún n.k. fimmtudag 3. mars kl: 20:00.

Þjóðleikhúsinu er ljúft og skylt að verða við óskum þeirra fjölmörgu sem skorað hafa á leikhúsið og mega ekki til þess hugsa að missa af þessari sýningu. Það er hér með ítrekað að þetta er síðast tækifærið til að sjá Lé konung.

{mos_fb_discuss:2}