Fimmtudaginn 20. maí kl. 20.00 heldur leikfélagið Halaleikhópurinn aðalfund í húsnæði sínu, Halanum Hátúni 12. Dagskrá fundarins verður skv. lögum félagsins og eru allir hvattir til að mæta, bæði gamlir meðlimir og þeir sem kunna að hafa áhuga á að starfa með félaginu en það starfar einmitt undir kjörorðunum leiklist fyrir alla.
Dagskrá aðalfundar skv. lögum félagsins:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.
5. Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytingar.
6. Starfsemi næsta leikárs.
7. Kosning stjórnar, varastjórnar, tveir skoðunarmenn reikninga.
8. Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í eftirfarandi embætti:
Formann til tveggja ára.
Ritara til tveggja ára
Meðstjórnanda til tveggja ára
Varamann til tveggja ára
Skv. lögum félagsins geta allir fullgildir félagsmenn gefið kost á sér í þessi embætti á fundinum.
Nú er kjörið tækifæri fyrir nýtt fólk að gefa kost á sér í stjórn. Lög félagsins má finna á vefnum okkar.
Nýir félagar velkomnir
{mos_fb_discuss:2}