Boðað er til aðalfundar Bandalags íslenskra leikfélaga 2025 að Hótel Vatnsholti í Árnessýslu, helgina 2.-4. maí 2025. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Aðalfundurinn verður settur kl. 9.00 laugardag 3. maí.
Tilkynna þarf fulltrúa aðildarfélaga á aðalfundi með því að senda inn kjörbréf á Leiklistarvefnum. Skrá þarf inn á vefinn á aðgangi aðildarfélags. Hafið samband við framkvæmdastjóra í s. 551-6974 eða info@leiklist.is ef vandamál koma upp við innskráningu. Ekki er nóg að senda inn kjörbréf heldur þarf skrá alla þingfulltrúa sérstaklega, Sjá að neðan.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að aðalfundurinn er opinn öllum meðlimum áhugaleikfélaganna. Þeir sem hyggjast sitja aðalfund og eða hátíðarkvöldverð þurfa að skrá sig en ekki þarf að senda skráningu á Vinnustofu á föstudagskvöldinu.  Senda þarf inn kjörbréf fyrir atkvæðishafa aðildarfélags. 
Nákvæm dagskrá verður send út síðar en hér má finna helstu fundargögn:

Skráning á Bandalagsþing
Í boði eru eftirtaldir pakkar fyrir fulltrúa og aðra fundarmenn:

  • Gisting 2 nætur, fundarseta með veitingum og hátíðarkvöldverður = 33.000 kr.
  • Gisting 1 nótt, fundarseta með veitingum og hátíðarkvöldverður = 24.500 kr.
  • Fundarseta á laugardag m. veitingum 3.000 kr.
  • Hátíðarkvöldverður á laugardag = 8.990 kr.

Verð á gistingu er miðað við 1 fulltrúa í 2ja manna herbergi. Hafið samband við framkvæmdastjóra ef óskað er eftir eins manns herbergi eða aðrar spurningar eru.

Vinnustofa í tengslum við aðalfund

Í tengslum við aðalfund BÍL verður haldin vinnustofa í stjórnun leikfélaga og ferlinu í uppsetningu og markaðssetningu leiksýninga. Vinnustofan verður haldin að Vatnsholti fös. 2. maí kl. 19.00 – 22.00. Dagskrá verður send út síðar.