Í tengslum við aðalfundinn verður haldið námskeið í Stjórnun leikfélaga föstudaginn 5. maí og hefst það kl. 20.00.
Aðalfundurinn verður settur laugardagsmorguninn 6. maí kl. 9.00 og honum slitið um hádegisbil sunnudaginn 7. maí ef hann klárast ekki á laugardeginum.
Val Þjóðleikhússins á Athyglisverðustu áhugasýningu leikársins verður að venju kynnt á hátíðakvöldverðinum laugardaginn 6. maí. Frestur til að senda Þjóðleikhúsinu umsóknir rennur út mánudaginn 24. apríl.
Gisting, matur, fundur og námskeið verður allt að Hótel Hlíð.
Hótel Hlíð stendur nærri vegi 38, á milli Hveragerðis og Þorlákshafnar og er í 6 km fjarlægð frá Hveragerði og um það bil 45 km frá Reykjavík. Andrúmsloftið er þægilegt og hótelið fallega innréttað. Hótel Hlíð býður upp á herbergi með sturtu/wc, útvarpi, sjónvarpi og internet-tengingu. Þokkaleg aðstaða á að vera fyrir fólk í hjólastólum, þó er ekkert herbergjanna með aðstöðu fyrir fatlaða til að fara í bað eða sturtu.
Boðið er uppá eftirtalda pakka frá föstudegi til sunnudags:
2. Án gistingar; 16.200 kr. á mann
Tilkynnið þátttöku fyrir 24. apríl og takið fram hvernig þið viljið haga gistimálum og endilega raðið sjálf á herbergin. Vinsamlegast greiðið þátttökugjaldið um leið inn á reikning 0334-26-5463, kt. 440169-0239 og látið bankann senda kvittun á netfangið info@leiklist.is
Föstudagur 5. maí kl. 20.00: Námskeið í Stjórnun leikfélaga:
a) Setning, stjórnun dagskrár og hópefli;
Ólöf Þórðardóttir, Leikfélagi Mosfellssveitar og varaformaður BÍL.
b) Kynning á Bandalagi íslenskra leikfélaga;
Guðfinna Gunanrsdóttir, Leikfélagi Selfoss og formaður BÍL og Gísli Björn Heimisson, Leikfélagi Hafnarfjarðar og í stjórn BÍL.
c) Skipurit stjórna leikfélaga:
F. Elli Hafliðason, Leikfélagi Selfoss.
d) Kynning leikfélaga og markaðssetning í nærumhverfi;
Fanney Valsdóttir og Stefanía E. Hallbjörnsdóttir, Leikfélagi Hörgdæla.
e) Umsóknarkerfi Bandalagsins, Leiklistarvefurinn og stjórnarvefur Leikfélags Kópavogs;
Hörður Sigurðarson, Leikfélagi Kópavogs og Lénsherra.
f) Markaðssetnig á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum;
Jónheiður Ísleifsdóttir, Leikfélagi Selfoss.