Föstudaginn 18. ágúst, mun Leikhópurinn Jelena frumsýna sitt fyrsta verk, Purpura. Verkið heitir Lilla á upprunamálinu og er fyrsta uppsetning á Íslandi eftir einn mest leikna rithöfund Evrópu í dag, Jon Fosse. Verkið var þýtt af Álfrúnu Örnólfsdóttur en leikstjóri sýningarinnar er Friðrik Friðriksson. Fylgst er með kvöldstund í lífi nokkurra unglinga þar sem þau hittast í æfingahúsnæði hljómsveitar. Verkið endurspeglar ástandið að vera unglingur, hvorki barn né fullorðinn heldur einhvers staðar á milli. Ekkert er öruggt, það er allt á hreyfingu frá einum stað til annars. Krakkarnir eiga oft erfitt með að segja nákvæmlega hvað þeim finnst en þó kemur ýmislegt fram um líf þeirra.

Leikhópinn skipa:
Baltasar Breki Baltasarsson
Bragi Árnason
Erna Svanhvít Sveinsdóttir
Gunnar Atli Thoroddsen
Sigurður Kjartan Kristinsson

Sýnt verður í Verinu í Lofkastalanum 18-23 ágúst kl. 20.00
Miðaverð er kr. 1000

Á sýningarnar 19.ágúst, kl. 20 og 21:30 verður ókeypis inn þar sem þær sýningar eru hluti af menningarnótt
Sýningartími er 45 mín.

Aðeins þessar sýningar