Byltingin byrjar í Reykjavík – Frumsýning 23. júní í Tjarnarbíói
Dracula’s Pack er sviðsverk þar sem dans, leiklist og tónlist sameinast. Hver sýning verður einstök því áhorfendur hafa áhrif á framvindu verksins. Sýningin er samin og flutt af listamönnum frá fimm löndum í leikhúsinu Tjarnarbíói.
Stjórnandi sýningarinnar er Juliette Louste sem er búsett á Íslandi og hefur sýnt danssýningar víðsvegar um heiminn. Nýlega stofnaði hún dansfélagið Juliette Louste Company og er Dracula’s Pack stærsta verkefni félagsins til þessa. Hún hefur sett saman hóp listamanna úr ólíkum áttum, sem hún hefur kynnst á ferð sinni um heiminn. Listamennirnir koma frá Íslandi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Spáni og Noregi.
Einkunnarorð Juliette Louste Company er að list geti breytt fólki og að fólk geti breytt heiminum. Listamenn sýningarinnar Dracula’s Pack takast á við stórar og ögrandi spurningar. Hvert er okkar raunverulega val? Erum við þátttakendur í þjóðfélaginu eða erum við leiksoppar afla sem við hvorki skiljum né ráðum við? Hvað getum við gert til að breyta örlögum okkar?
Dracula’s Pack veltir upp þessum spurningum en leitar einnig svara við þeim. Verkið er byggt upp sem leikur þar sem rödd áhorfenda hefur áhrif á framgang mála en spurningalistum er dreift til gesta. Hér er því um beint lýðræði að ræða.
Sýningin hefur ákveðinn ramma, segir vissa sögu en hvert kvöld verður einstakt með óvæntum uppákomum og sérstökum gestum.
Frumsýning 23. júní kl. 20:30. Aðeins fjórar sýningar:
23. júní, 29. júní, 2. júlí og 5. júlí kl. 20:30.
Miðasala á Midi.is: https://midi.is/leikhus/1/9642/Dracula’s_Pack
Viðburður á Facebook: https://www.facebook.com/events/192880301108424/
Aðstandendur sýningarinnar:
Leikstjóri og höfundur: Juliette Louste
Dansarar: Tura Gomez Coll, Oscar Pérez Romero, Mirte Bogaert og Juliette Louste
Leikarar: Kjartan Darri Kristjánsson og Arnþór Þorsteinsson
Tónlistarmenn: Toni Vaquer, Iván González, Albert Cirera, Ramon Prats, Ingvi Rafn Björgvinsson og Hjalti Steinn Sigurðarson
Sviðsmynd: Victor Peralta
Aðstoðarleikstjóri: Tura Gomez Coll
Umsjón með tónlist: Hjalti Steinn Sigurðarson
Aðstoð við sviðsetningu: Ingvi Hrafn Laxdal
Markaðs- og kynningarmál: Ingi Vífill, Sveinbjörn Hjörleifsson og Hallfríður Þóra Tryggvadóttir
Framleiðandi: Juliette Louste Company