Leikfélagið Borg frumsýndi á dögunum gamanleikritið Er á meðan er eftir Moss Hart og Georg S.Kaufman í þýðingu Sverris Thoroddsen. Leikstjórar eru Jónmundur Grétarsson og Lilja Nótt Þórarinsdóttir.
Leikritið gerist á heimili sveitafjölskyldunnar á bænum Björk, heimili Mörtu Vilmundsdóttur. Í stofunni situr fólk og borðar, semur leikrit, snákar eru hafðir þar sem gæludýr, listdans æfður, leikið á Xýlófón og stunduð prentiðn. Sveitafjölskyldan gerir allt sem hún getur til að njóta lífsins og allir gera það sem þá langar til, sama hvað það er. Fylgst er með fjölskyldunni þegar óvæntir atburðir eiga sér stað.
Næstu sýningar:
Þriðjudagur 15. mars kl. 20.00
Fimmtudagur 17. mars kl. 20.00
Sunnudagur 20. mars kl. 16.00
Laugardagur 26. mars kl. 20.00 – Lokasýning
Miðaverð: Fullorðnir kr. 2.000, grunnskólabörn kr. 1.000, frítt fyrir leikskólabörn.
Gamla Borg verður með leikhússúpu á undan leiksýningu á laugardag, nauðsynlegt er að panta borð. Þar verður einnig hægt að stoppa í vöflukaffi á undan sýningu á sunnudag. Bjór verður seldur í Félagsheimilinu,
Miða- og borðapantanir í síma 893 6101 og 894 0932 eða með tölvupósti á netfangið leikfelagidborg@gmail.com