Starfstími skólans árið 2016 verður frá 4. til 12. júní að Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu. Skráning í skólann hefst 15. mars og stendur til til 15. apríl.

Í sumar verða þrjú námskeið í boði hvert með sínu sniði og kennarana þekkjum við vel af góðu einu. Ágústa Skúladóttir verður með sitt sívinsæla byrjendanámskeið fyrir nýliða. Rúnar Guðbrandsson verður með framhaldsnámskeið fyrir leikstjóra þar sem hann byggir ofan á þann góða grunn sem nemendur nutu í fyrra. Þá er okkur sérstök ánægja að bjóða velkominn Stephen Harper. Hann býður upp á sérnámskeið með sama sniði og sló rækilega í gegn hjá okkur fyrir nokkrum árum og við vonum að reyndari leikarar láti þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara.

Auk námskeiðahalds þá bjóðum við höfundum að dvelja að Húnavöllum við skapandi skrif.

Bæklingur skólans starfsárið 2016 er hér á PDF formi:

Leiklistarskóli BÍL 2016


Kveðja frá skólanefnd

Skolanefnd

Kæra leiklistarfólk!

Sumarið 2016 setjum við Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga í tuttugusta sinn. Skólinn hefur frá upphafi verið mikil vítamínsprauta fyrir leikfélög um allt land og eflt metnað, sköpun, gæði og leik- gleði. Við horfum björtum augum til framtíðar og munum fagna þessum áfanga með ýmsum hætti á árinu.

Í sumar verða þrjú námskeið í boði hvert með sínu sniði og kennarana þekkjum við vel af góðu einu. Ágústa Skúladóttir verður með sitt sívinsæla byrjendanámskeið fyrir nýliða. Rúnar Guðbrandsson verður með framhaldsnámskeið fyrir leikstjóra þar sem hann byggir ofan á þann góða grunn sem nemendur nutu í fyrra. Þá er okkur sérstök ánægja að bjóða velkominn Stephen Harper. Hann býður upp á sérnámskeið með sama sniði og sló rækilega í gegn hjá okkur fyrir nokkrum árum og við vonum að reyndari leikarar láti þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara.

Auk námskeiðahalds þá bjóðum við höfundum að dvelja að Húnavöllum við skapandi skrif. Ekki er um að ræða námskeið eða leiðsögn heldur gefst höfundum þarna fyrst og fremst tækifæri til að fá útrás fyrir sköpunargleðina.

Vonum að sem flestir hafi færi á að nema og njóta.

Hlökkum til að sjá ykkur – með bestu kveðju, Hrefna, Dýrleif, Herdís, Hrund og Gísli Björn. 


Skráning í skólann stendur yfir frá 15. mars til 15. apríl. Reglan „fyrstur kemur – fyrstur fær“ gildir við skráningar gegn greiðslu staðfestingargjalds, kr. 40.000 ef inntökuskilyrðum er fullnægt að öðru leyti. Náist ekki ásættanlegur fjöldi á eitthvert námskeiðanna fellur það niður. Aldurstakmark í skólann er 18 ár. Skólinn hefur sett sér reglur, m.a. um umgengni, reykingar og áfengisneyslu, sem nemendur samþykkja að fara eftir á starfstíma skólans.

Starfstími skólans á þessu ári er frá 4. til 12. júní að Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu

Skólasetning er laugardaginn 4. júní kl. 9.00 og hefjast námskeiðin strax þar
á eftir. Nemendur eru velkomnir að Húnavöllum kvöldið fyrir skólasetningu, frá kl. 20.00, ekki er boðið uppá kvöldverð. Skólaslit eru kl. 12.00 sunnudaginn 12. júní. Viðurkenningarskjöl og merki skólans verða afhent við skólaslit.
Aðstaða að Húnavöllum: Svefnherbergin eru búin 2 rúmum án rúmfata, skáp, litlu borði og tveim stólum. Góðum dýnum verður bætt inn á stærstu herbergin og þau þannig gerð þriggja manna. Nemendur hafi með sér handklæði, sæng og kodda ásamt rúmfötum, eða svefnpoka. Sundlaug og heitur pottur eru á staðnum. Haldið verður lokahóf síðasta kvöldið þar sem fólk klæðir sig uppá, kveður kennarana sína og skemmtir hvert öðru með dansi og söng.

Þátttökugjöld á námskeiðin eru kr. 96.000 og 99.000, Höfundar í heimsókn borga 82.000. Gjaldið skal vera að fullu greitt 10 dögum fyrir skólasetningu. Innifalið í þátttökugjaldi er gisting, matur, kennsla og gögn.

Staðfestingargjald er kr. 40.000. Það greiðist við skráningu og er óendurkræft nema gegn framvísun læknisvottorðs. Hægt er að greiða símleiðis með greiðslukorti.

Meðlimum aðildarfélaga Bandalags íslenskra leikfélaga er bent á að félögin geta sótt um smá styrk til Bandalagsins ef þau senda nemendur í skólann.

Umsóknum skilað

Umsóknum skal skila á netfangið info@leiklist.is og um leið þarf að leggja staðfestingargjaldið, kr. 40.000.- inn á 334-26-5463, kt. 440169-0239. Eftirtaldar upplýsingar þarf að senda í tölvupósti: Hvaða námskeið er verið að sækja um, nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, póstnúmer, bæjarfélag, netfang og símanúmer. Þar sem krafist er undirbúningsnámskeiða eða reynslu skal láta ferilskrá fylgja umsókn.


agustaskula150x200

Námskeið 1

Leiklist I – Grunnnámskeið Kennari Ágústa Skúladóttir
Þátttökugjald: kr. 96.000
Tími: 4. til 12. júní 2016
Staður: Húnavallaskóli
Skráning hefst 15. mars og lýkur 15. apríl

Námskeiðið er grunnnámskeið fyrir leikara og þeir ganga fyrir sem ekki hafa sótt Leiklist I. Næsta sumar verður haldið framhaldsnámskeið sem byggir á þessu námskeiði.

Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði í list leikarans. Lögð verður áhersla á að leysa úr viðjum frumorku, einlægni og sköpunargleði, samband leikarans við sjálfan sig, meðleikara og áhorfendur. Unnið verður með líkamsbeitingu og texta og einnig verður kíkt á mismunandi leikaðferðir eða leikstíla eins og t.d. trúðleik-harmleik-Bouffon og melodrama.

Nemendur munu takast á við agann sem þarf að vera til staðar í stórum, stílfærðum hóp- senum en einnig verður farið í spuna í smærri hópum, tvíleik og stuttum einleikjum. Mikilvægi liðsheildar hóps verður ríkjandi þáttur námskeiðsins því þegar hlustun og leik- gleði ráða ríkjum getur allt gerst!

Mottó námskeiðsins: Einn fyrir alla – allir fyrir einn!!


runargudbrands150x200Námskeið 2

Leikstjórn II – Grunnnámskeið Kennari Rúnar Guðbrandsson
Þátttökugjald: kr. 96.000
Tími: 4. til 12. júní 2016
Staður: Húnavallaskóli
Skráning hefst 15. mars og lýkur 15. apríl

Námskeiðið er grunnnámskeið fyrir leikstjóra, framhald af Leikstjórn I frá fyrra ári.

Reiknað er með að þátttkendur hafi haft nokkur kynni af leikstjórn: undirbúningi leikstjórans, greiningarvinnu og skipulagningu áður en æfingar hefjast, en líka því verki sem fram fer á æfinga- tímanum með leikurum og öðrum aðstandendum. Útgangspunkturinn á Leikstjórn l var aðferð sem sótti fyrst og fremst innblástur í ævistarf Konstantins Stanislavskys, bæði hina „vitsmunalegu greiningu“ sem Stanislavsky þróaði framan af ferli sínum og „aðferð líkamlegra gjörða“ sem hann vann að er hann féll frá. Á þessu námskeiði, Leikstjórn ll, munu fleiri áhrifavaldar svífa yfir vötn- unum og í fyrirlestrum verður fjallað um ýmsa strauma og stefnur í leikstjórn síðustu aldar. Þríeykið Stanislavsky, Brecht og Grotowski verða þar í brennidepli og meðul þeirra skoðuð í sam- bandi við tilganginn. Aðferðafræði, hugmyndafræði og fagurfræði ólíkra leikstjóra verða vegnar og metnar og bornar saman. Námskeið þetta verður jöfnum höndum fræðilegt og verklegt.

Eftir að skráningu lýkur verða öllum þátttakendum send tvö verk til skoðunar. Annað verkið fá allir og verður það lagt til grundvallar í sameiginlegri vinnu og hópkennslu. Að auki fær hver þátttak- andi „sitt“ verk sem hann vinnur að sjálfstætt samhliða hinu. Kennari mun einnig senda þátttak- endum verkefni til að íhuga og leysa áður en námskeiðið hefst, þannig að ákveðins undirbúnings verður krafist.

Kennsla fer fram með ýmsum hætti; fyrirlestrar, umræður, verklegar æfingar, einstaklingsverkefni, hópverkefni, o.s.frv.
Brettið upp ermar og spýtið í lófa.


StepenHarper150x200Námskeið 3

Leiklist – Sérnámskeið Kennari Stephen Harper
Þátttökugjald: kr. 99.000
Tími: 4. til 12. júní 2016
Staður: Húnavallaskóli
Skráning hefst 15. mars og lýkur 15. apríl

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa sótt Leiklist I og II eða sambærileg námskeið eða hafa umtalsverða reynslu af leiklist. Námskeiðið fer fram á ensku.

Lýsing Stephens á námskeiðinu:
This course will look at different aspects of physical theatre in order to devise comic gags, routines, sketches and more. We will look at games and exercises to explore improvisa- tion, physicalilty and complicite.
Full-mask will be explored to look at physical technique and the ability to communicate non-verbally.
We will look at clown to see how to play on stage.
Roots of commedia del arte will be used to discover what skills are needed by performers to create anarchic theatre full of verbal and physical gymnastics.
Using all of this we will look at physical and visual approaches to Shakespeare, when theatre turns into dance and theatrical transformation.

Above all my work is about giving the actor/performer a chance to create whilst having a great deal of fun.


Höfundar í heimsókn

Þátttökugjald: kr. 82.000
Tími: 4. til 12. júní 2016
Staður: Húnavallaskóli
Skráning hefst 15. mars og lýkur 15. apríl

Blundar í þér skáld – ertu að burðast með hugmynd – áttu hálfskrifað handrit – vantar þig lausa stund til að ljúka leikritinu?

Skólinn býður höfundum að dvelja að Húnavöllum við skapandi skrif eins og svo oft áður. Við teljum að mjög vel hafi tekist til og höfundar notið þess að skapa, skrifa og skemmta sér. Það er okkur því sönn ánægja að endurtaka þetta boð.

Höfundum stendur til boða gisting og fæði með sama hætti og nemendum skólans, þeim ber að fara eftir reglum skólans um umgengni o.fl. og er að sjálfsögðu velkomið að taka þátt í öllu skólastarfi utan hefðbundinna kennslustunda.

Við hvetjum höfunda til að nýta sér þetta tækifæri og lofum því að hinn eini sanni skólaandi verði einstök uppspretta sköpunargleði!


 

Hunavellir

Húnavallaskóli, eða Hótel Húni eins og hann heitir núna á sumrin, er staðsettur í Húnavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Þangað eru 239 km. frá Reykjavík, 118 eða 156 km. frá Akureyri (eftir því hvaða leið er farin) og fjarlægðin frá Blönduósi er um 15 km.

Kort