Leikverkið Petra eftir Brogan Davison, Pétur Ármannsson og Björn Leó Brynjarsson snýr aftur á svið í Tjarnarbíói 17. október. Leikhópurinn Dansaðu fyrir mig sem stendur að sýningunni sýndi verkið nýverið á leiklistarhátíðinni í Tampere við góðan orðstír en hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum. Verkið var frumsýnt á leiklistarhátíðinni LÓKAL í ágúst 2014.

Viðfang verksins er Petra Sveinsdóttir eða Steina-Petra eins og hún var gjarnan kölluð í lifanda lífi. Petra var þjóðþekkt en hún kom upp stærsta steinasafni í veröldinni í einkaeign við heimili sitt á Stöðvarfirði. Þegar hún var spurð hvort steinasöfnun hennar gæti hugsanlega komið hinu íslenska álfasamfélagi í uppnám sagði hún: “Ég held að þeir viti að fjölmargir steinar hverfa ofan í jörðina og munu aldrei líta dagsins ljós ef þeim er ekki bjargað”.

Petra var langamma Péturs Ármannssonar, eins höfunda verksins og hefur hann búið til ásamt samverkafólki sínu hjartnæma, skrýtna og skemmtilega leiksýningu sem hefur að innblæstri leit þessarrar merku konu að horfnum munum sem eru færðir upp á yfirborðið.

Til að heiðra minningu Petru giftu Pétur og Brogan sig í steinasafni hennar sl. ágúst nokkrum dögum áður en þau flugu til Finnlands þar sem verkið var sýnt, eins og áður segir.

Leikhópurinn Dansaðu fyrir mig var stofnaður utan um samnefnda sýningu sem frumsýnd var á Akureyri vorið 2013. Í þeirri sýningu eru Brogan Davison og tengdafaðir hennar Ármann Einarsson á sviðinu en verkið fjallar um þann draum Ármanns að dansa samtímadans opinberlega. Sá draumur hefur heldur betur hlaðið utan um sig en síðan verkið var sýnt á leiklistarhátíðinni LÓKAL haustið 2013 hefur það verið sýnt í fimm löndum utan Íslands og fer í mars nk. í leikför um Danmörku þar sem sýnt verður alls ellefu sinnum í sex borgum og bæjum.

Stikla úr verkinu: https://vimeo.com/133482116

Myndir úr verkinu

Einungis tvær sýningar eru fyrirhugaðar á Petru í Tjarnarbíói 17. og 30. október. Allar nánari upplýsingar gefa Pétur Ármannsson, 865-7808 og Brogan Davison, 663-6292.

Umsagnir

Fréttablaðið, Sigríður Jónsdóttir:

„Niðurstaða: Einstaklega vel samansett sýning, tilfinningarík án þess að vera væmin og nauðsynlegt að sjá.“ ★★★★

HLEKKUR

Grapevine, Larissa Kyzer:

“[…] in their willingness to explore aspects of their real lives and relationships on stage, to poke fun at themselves and dissect the mechanism of storytelling, Pétur and Brogan continue to bring something fresh to the local performance landscape.“

HLEKKUR

Sylvi.fi, Katri Kekalainen:

„Petra is perhaps the biggest surprise of the theatre festival performances I saw, and manages to wrap home-madeness, Icelandic fairy-tale tradition, and the magic of theater in to a unique entity.“