Föstudaginn 18. september kl. 20 mun Leikfélag Reykjavíkur frumsýna á Nýja sviðinu breska verðlaunaverkið At eftir Mike Bartlett í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur. Gretar Reynisson gerir leikmynd og búninga en Hallur Ingólfsson samdi tónlistina. Tveir nýútskrifaðir leikarar eru í leikhópnum, leikarar eru Valur Freyr Einarsson, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Eysteinn Sigurðarson og Vala Kristín Eiríksdóttir.

Sagan:
Tvö störf. Þrír umsækjendur. Andrúmsloftið er rafmagnað. Vinnufélagar bíða eftir mikilvægu starfsviðtali og fjandinn er laus. Fals og lygi svífa yfir vötnunum. Persónurnar leggja sig fram um að atast hver í annarri af grimmilegu miskunnarleysi. Staðan er fullkomlega ótrygg og áhorfendur komast ekki hjá því að sogast inn í keppnina. Samviskubitið gerir sig líklegt til að naga okkur inn að beini. Leikskáldið bendir á nístingskaldan sannleikann um okkur sjálf. Enginn vill vera í hlutverki þess sem tapar
Höfundurinn: Mike Bartlett (f. 1980) er eitt helsta og afkastamesta leikskáld Breta um þessar mundir. Hann hefur sent frá sér fjöldamörg verk á undanförnum árum, At var frumsýnt 2013 og endursýnt í Young Vic leikhúsinu í London 2015 þar sem það hlaut frábærar viðtökur og var sýnt fyrir fullu húsi í margar vikur. At hlaut Bresku leiklistarverðlaunin árið 2013 sem besta nýja leikritið.

Aðstandendur:
Höfundur: Mike Bartlett | Þýðing: Kristín Eiríksdóttir| leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir |Tónlist: Hallur Ingólfsson | Leikmynd & búningar: Gretar Reynisson | Lýsing: Þórður Orri Pétursson | Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen | Leikarar: Valur Freyr Einarsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Eysteinn Sigurðarson og Þorvaldur Davíð Kristjánsson.