Leikfélagið Hugleikur sýnir þessa dagana leikritið Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur í Möguleikhúsinu við Hlemm. Verkið fjallar um dramatíska endurfundi þriggja systra sem eiga skrautlega fortíð sem setur sterkan svip á samskipti þeirra og lífshætti. Verkið hefur fengið sterkar og góðar viðtökur, ekki síst hjá systrum, sem margar þykjast kannast við ýmislegt í samskiptum persónanna úr eigin lífi.

Leikfélagið Hugleikur sýnir þessa dagana leikritið Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur í Möguleikhúsinu við Hlemm. Verkið fjallar um dramatíska endurfundi þriggja systra sem eiga skrautlega fortíð sem setur sterkan svip á samskipti þeirra og lífshætti. Verkið hefur fengið sterkar og góðar viðtökur, ekki síst hjá systrum, sem margar þykjast kannast við ýmislegt í samskiptum persónanna úr eigin lífi.

Af því tilefni hefur Hugleikur ákveðið að systur borgi einungis einn miða hver systrahópur. Hvort sem þær mæta tvær, þrjár eða fleiri þá greiða þær aðeins fyrir eina. Hvernig systurnar gera miðaverðið upp sín á milli er alfarið þeirra mál.

Athygli er vakin á því að tilboðið gildir ekki fyrir systkyni – bræður njóta ekki sérkjara að þessu sinni, nema þeim takist að villa á sér heimildir. Á hinn bóginn er eins og ævinlega ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd fullorðinna á sýningar Hugleiks.