ImageLeikritið Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen sem Leikfélag Hólmavíkur hefur verið að æfa undanfarnar vikur var frumsýnt um páskana.

Frumsýning var á skírdag, 13. apríl, og einnig voru sýningar laugardaginn 15. apríl og á annan í páskum, mánudaginn 17. apríl. Þessar þrjár fyrstu sýningar fóru allar fram í Bragganum á Hólmavík.

Leikstjóri er Kolbrún Erna Pétursdóttir. Með hlutverk í sýningunni fara Gunnar B Melsted, Úlfar Örn Hjartarson, Rúna Stína Ásgrímsdóttir og Jóhanna Ása Einarsdóttir. Nokkrar félagar í leikfélaginu koma svo að vinnu við sviðsmynd, búninga, leikskrá, förðun og önnur tilfallandi verk sem tilheyra svona uppsetningu.

Image Eins og venjulega hugar Leikfélagið svo á leikferðir með verkið, en leikfélagið er þekkt fyrir hversu víðförult þar er. Hér í nágrenninu er hugmyndin að fara í Króksfjarðarnes, Drangsnes, Árneshrepp og á Hvammstanga, en ætlunin er líka að heimsækja Ketilás, Bolungarvík, Þingeyri og Mosfellsbæ og sýna þar. Næsta sýning verður að Ketilási í Fljótum í Skagafirði laugardaginn 22. apríl og hefst hún klukkan 21:00.