Leikfélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ kynnir söngleikinn Sister Act, eftir samnefndri kvikmynd (Sister Act II) sem naut mikilla vinsælda snemma á tíunda áratug síðustu aldar.
Verkið fjallar um skemmtikraftinn Delores van Cartier sem í dulbúningi systur Maríu Clarence kemur vinkonum sínum, nunnunum í skóla heilags Francis, til bjargar með því að gerast tónlistarkennari. Nemendur hennar eru vægast sagt óagaðir en með kænsku sinni tekst Delores að gera úr þeim prýðiskór.
Leikstjóri er Örn Árnason, danshöfundur Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, söngstýra Gróa Hreinsdóttir, Guðni Kolbeinsson sér um þýðingu á söngtextum, ljósahönnuður Guðmundur Orri Sævarsson og Kjartan Valdimarsson sér um hljóðmynd.
Aðalleikarar eru; Emilía Björg Kofoed-Hansen sem leikur Deloris, Aðalbjörg Ósk Gunnarsdóttir, Elísa Hildur Þórðardóttir og Hrefna Þórarinsdóttir leika nunnurnar þrjár, Hrefna Bóel Sigurðardóttir leikur Ritu og Daníel Þór Bjarnason leikur Frankey.
Verkið var frumsýnt þann 2. mars síðastliðinn og næstu sýningar eru eftirfarandi;
miðvikudaginn 8.mars
sunnudaginn 12. mars
miðvikudaginn 15. mars
fimmtudaginn 16. mars
sunnudaginn 19. mars
þriðjudaginn 21. mars
fimmtudaginn 23. mars
Allar sýningar hefjast kl. 20.00 og sýnt er í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Miðapantanir eru í síma 5201600 og er miðasalan opin milli 8-19 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga.
Miðaverð er 1700 krónur og hópar fá miðann á sérstöku hópafsláttarverði.