Laugardaginn 11. apríl kl. 11:30 mun Leikfélag Reykjavíkur halda málþing um leikskáldið Birgi Sigurðsson. Þau Magnús Þór Þorbergsson, leikhúsfræðingur, Salka Guðmundsdóttir, leikskáld, Stefán Baldursson, leikstjóri og Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona munu flytja framsögu. Sveinn Einarsson, leikstjóri og leikhúsfræðingur, ræðir við Birgi og stýrir umræðum auk þess sem skáldið sjálft mun flytja eigin ljóð.

Þá verða sýnd brot úr gömlum sýningum L.R. á verkum Birgis. Það stefnir í fjölbreytt og lifandi málþing. Samkoman er öllum opin og ókeypis.

Birgir Sigurðsson er eitt fremsta núlifandi leikskáld okkar. Fyrsta leikrit hans, Pétur og Rúna, var sett á svið árið 1973. Nýjasta verk hans Er ekki nóg að elska? var frumsýnt nýlega í Borgarleikhúsinu.

Dagskrá

11:30-11:40  Kaffi

11:40            Málþing sett af fundarstjóra, Hrafnhildi Hagalín

11:40-11:50  Yfirlit yfir feril Birgis Sigurðssonar leikskálds Magnús Þór Þorbergsson – leikhúsfræðingur

11:50-12:00   Að leikstýra verkum eftir Birgi, Stefán Baldursson, leikstjóri

12:00-12:10   Að takast á við hlutverk í verki eftir Birgi, Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona

12:10-12:20  Sýn ungskálds á verk Birgis, Salka Guðmundsdóttir, leikskáld

12:20-12:25  Birgir les úr eigin ljóðum

12:30-13:00  Viðtal við Birgi, Sveinn Einarsson, leikstjóri, rithöfundur og leikhúsfræðingur ræðir við Birgi

13:00-13:40  Hádegishlé-súpa í boði hússins

13:40-13:50  Brot úr upptökum á gömlum sýningum L.R. á verkum Birgis

13:55-14:30 Pallborðsumræður: Sveinn Einarsson stýrir umræðum með frummælendum og Birgi

14:30           Lok-málþingi slitið