Tólfta listastundin verður sneisafull af spennandi sviðslistaverkum.

Arty Hour er sá tími sem þeir listamenn sem annað hvort eru að vinna að verkum sínum og/eða sýna í Tjarnarbíó kynna, deila og opna fyrir umræður á hugmyndum sínum. Viðburðurinn er ekki einungis fyrir listamenn og áhorfendur heldur einfaldalega fyrir alla þá sem hafa áhuga.

Listamennirnir munu ræða um þeirra sýn að breyta Tjarnarbíó í Undraland en þú þarft e.t.v. ekki að elta hvítu kanínuna til þess að uppgötva þínar eigin ormagryfjur! Dansandi dúett mælir vegalengdina á milli einstaklingsþarfa og þeirra sameiginlegu. Hvernig er hægt að láta vatn birtast í öllum sínum birtingarformum á sviði? Og í lokin taka nokkrir hugrakkir leikarar á dimmum æfingum Becketts:

Hamm: Við erum ekki farin að… að… hafa einhverja merkingu?

Clov: Hafa merkingu! Þú og ég, merkingu! (Stuttur hlátur.) Þessi var góður!

 

Dagskrá í kvöld 25. mars:

Spindrift Theatre kynnir nýtt verk, Carroll: Berserkur // 21.30

Mirte Bogaert og Lisa Bysheim sýna atriði úr dansverki sem þær vinna að, Spaces Between // 21.50

Leifur Eriksson, Þóra Guðbjartsdóttir og Nicholas Fishleigh kynna Vatnið // 22.20

Leikhópurinn Svipir kynnir Endatafl eftir Samuel Beckett // 22.40