Freyvangsleikhúsið frumsýnir í kvöld, fimmtudaginn 26. febrúar, söngleikinn Fiðlarann á þakinu eftir Joseph Stein og Jerry Bock í þýðingu Þórarinns Hjartarsonar. Leikstjórar eru þau Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson, tónlistarstjóri er Brynjólfur Brynjólfsson og bróðir hans Ingvar Brynjólfsson sér um leikmynd.

Leikurinn gerist í rússneska smáþorpinu Anatevka, þar sem mjólkurpósturinn Tevye býr ásamt fjölskyldu sinni. Tevye á í mesta basli með dætur sínar. Hver með sínum hætti vilja þær ganga í berhögg við hefðina og finna eiginmenn upp á eigin spýtur. Tevye lætur undan tveim elstu dætrum sínum en þegar sú þriðja vill giftast manni sem ekki er gyðingur, afneitar hann henni. Baksvið verksins eru þjóðfélagsumbrot í byrjun aldarinnar, yfirvofandi bylting, gyðingahatur og eðli gyðingasamfélagsins.

Frumsýning er fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20, næstu sýningar verða  föstudaginn 27. febrúar kl. 20 og laugardaginn 28. febrúar kl. 20 og verða svo sýningar á föstudags- og laugardagskvöldum eftir það.

Miðasala er í síma 857-5598 virka daga á milli kl. 18-20 og 17-20 sýningardaga.