ImageKomdu að leika! – Þriggja vikna leiklistarnámskeið

LA stendur fyrir röð leiklistarnámskeiða í lok janúar og byrjun febrúar. Farið verður í undirstöðuatriði leiklistar en námskeiðið er byggt upp á leikjum, æfingum,spuna og trúðatækni.  Námskeiðin miðast að að virkja og efla ímyndunaraflið,  læra að nýta sér leynda hæfileika , finna ný sjónarhorn á daglegu amstri og umfram allt að skemmta sér.  LA stóð fyrir samskonar námskeiðum í fyrra og mæltust þau vel fyrir. Troðfullt var í alla hópa þá.

Námskeiðin hefjast mánudaginn 30. janúar og þeim lýkur með sýningu fimmtudaginn 17. febrúar. Verð kr. 9000.-

Hópur A:          8-9 ára                         mán og mið frá 16.00 – 17.30

Hópur B:          10-11 ára                     mán og mið frá 18.00 – 19.30

Hópur C:          12-13 ára                     þri og fim frá 16.00 –  17.30

Hópur D:          14-15 ára                     þri og fim frá. 18.00 – 19.30

Hópur E:          Fullorðinsnámskeið       mán og mið frá 20.30 – 22.00

Tekið er við fyrirspurnum og  skráningu á netfanginu: namskeid@leikfelag.is