ImageVilt þú hafa áhrif á þróun dansleikhúss á Íslandi? Leikfélag Reykjavíkur og Íslenski dansflokkurinn óska eftir hugmyndum að dansleikverkum fyrir blandaðan hóp leikara og dansara. Listafólk er hvatt til að taka áskoruninni!

Dansleikhússamkeppni LR og ÍD verður haldin í fjórða sinn í júní. Tilgangur keppni af þessu tagi er að styðja við dansleikhúsformið og kanna möguleika þess. Hugmyndin í ár er að taka enn eitt skrefið í átt að öflugu íslensku dansleikhúsi þar sem eitt verk verður valið til frekari þróunar að keppni lokinni. Frábært tækifæri fyrir fólk í listum til að hafa áhrif á þróun spennandi listforms  sem enn er ungt á Íslandi.

1. skref
Fáðu hugmynd að verki sem sameinar leikhús og dans og sendu hugmyndina og upplýsingar um þig til okkar fyrir 27. janúar 2006.

2. skref
12-14 hugmyndir verða valdar til frekari þróunar.

3. skref
6-9 hugmyndir verða valdar til útfærslu með þátttöku listamanna ÍD og LR. Við bjóðum aðstöðu í Borgarleikhúsinu.

4. skref
Dansleikhússamkeppnin verður haldin á Stóra sviði Borgarleikhússins í Júní.

Skipuð dómnefnd veitir þrenn verðlaun, áhorfendur þau fjórðu og aðstandendur ÍD og LR velja eitt verk til frekari þróunar.

Útlistun á hugmynd ásamt upplýsingum um höfund/höfunda skal merkja „dansleikhúskeppni“ og senda með tölvupósti til borgarleikhus@borgarleikhus.is fyrir 27. janúar 2006.

 Nánari upplýsingar: www.borgarleikhus.is og www.id.is