Í Strengjum blandar Vinnslan saman listformum og setur upp verk sem fjallar um sjálft vinnuferlið. Hvaðan kemur efniviðurinn? Er einlægnina að finna bakvið tjöldin? Kemur sannleikurinn í ljós? Er sannleikurinn yfir höfuð áhugaverður?

Sýningin er frumsýnd í Tjarnarbíói í kvöld, fimmtudag, kl. 20:00.

Hvar er púls listarinnar?

Án áhorfenda er listin til lítils. Komdu og taktu þátt í að finna strenginn á milli okkar.

Með þrotlausum endurtekningum og rannsóknum er skoðað við hvernig hið mannlega brýst undan yfirborðskenndum samskiptum listamanna og áhorfenda.

Strengir er sett upp í 8 rýmum Tjarnarbíós. Verkið stendur frá kl. 19:00 – 23:00 og áhorfendur ferðast frjálst milli rýma og upplifa og taka þátt í verkinu á eigin forsendum. Verkið er sett saman og flutt af listahópnum Vinnslunni í samvinnu við gestalistamenn.

Listahópurinn Vinnslan er samansettur af sjö listamönnum úr mismunandi greinum.  Hópurinn leggur áherslu á að skapa og setja upp verk sem ganga þvert á listform. Þau vinna með óhefðbundnar nálganir á listformin sem þróar þverfaglega listræna sýn – nýbreytni í sýningarrýmum, miðlun til áhorfendans, gagnvirkni og sköpun.

Tryggðu þér miða – Verkið er aðeins sýnt fjórum sinnum!