Leikfélag Ölfuss frumsýnir leikritið Enginn með Steindóri eftir Nínu Björk Jónsdóttur laugardagskvöldið 25. október kl. 20:00. Leikstjóri er F. Elli Hafliðason. Leikarar í sýningunni eru þau Aðalsteinn Jóhannsson, Axel Bergmann Sigurðsson, Árný Leifsdóttir, Benjamín Hallbjörnsson, Erla Dan Jónsdóttir, Hilmar Kristberg Jónsson, Jónheiður Ísleifsdóttir, Oddfreyja H. Oddfreysdóttir og Ólöf Þóra Þorkelsdóttir. Sýnt verður í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn.

Enginn með Steindóri er drepfyndið gamanleikrit sem kemur sífellt á óvart. Sagan gerist á heimili bankastjóra nokkurs og hans listelskandi ektakvinnu en þau hafa boðið foreldrum verðandi tengdasonar síns í mat. Þegar fólkið fer að kynnast tekur leikurinn að æsast og ekki lagast það þegar bróðir verðandi tengdasonarins mætir óboðinn í partíið. Sprenghlægilegar persónur og óútreiknanlegur söguþráður.

Næstu sýningar verða sem hér segir:

2. sýning 30. október kl. 20:00

3. sýning 4. nóvember kl. 20:00

4. sýning 11. nóvember kl. 20:00

5. sýning 13. nóvember kl. 20:00

 

Miðaverð er kr. 2500 og miðapantanir eru í síma 661-0501.