Karlmenn eru uggandi yfir þeim áhrifum sem hermenn hafa t.d. á ungu stúlkurnar og bretaþvottur er ekki öllum að skapi, margar skemmtilegar og sérstakar persónur líta þarna dagsins ljós. Leikritið byggir á ýmsum atburðum sem þær stöllur hafa lesið eða heyrt um en margt er fært í stílinn. Leikritið er ekki sagnfræðileg heimild. Frumsýnt verður 16. október að Melum í Hörgársveit, leikstjóri er Saga Jónsdóttir. Leikarar á sviði eru 19 en hátt í 50 mans koma að uppsetningunni.