Leikfélag Fljótsdalshéraðs undirbýr sýningar á Þið munið hann Jörund í Valaskjálf. Æfingar hefjast í septemberlok og sýningar um miðjan nóvember. Þetta er sextugasta verkefni LF og leikstjóri verður Halldóra Malin Pétursdóttir.

Það er löngu tímabært að rifja upp þetta bráðskemmtilega leikrit Jónasar Árnasonar og öll þjóðþekktu sönglögin sem flutt eru í sýningunni og Tríóið Þrjú á palli skaut inn á vinsældalistana á sínum tíma.

LF lýsir eftir körlum og konum á öllum aldri til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni, hvort sem það er við leik, söng, smíðar eða málun osfrv. Einkum og sér í lagi óskum við eftir því að þeir sem áður hafa starfað með félaginu hafi samband.

Vilji fólk fræðast um félagið er bent á heimasíðu Fljótsdalshéraðs undir flipunum Þjónusta- menning- sviðslist eða (http://egilsstadir.is/index.php?option=com_content&view=article&id=36&Itemid=54) og skoðið facebook-síðu félagsins https://www.facebook.com/leikfelagfljotsdalherads.

Opið hús, samlestur og kynning í Valaskjálf sunnudaginn 21.september n.k. kl 17-19.

Framkvæmdastjóri sýningarinnar verður Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, sími 862-5404 en formaður LF er Einar Rafn Haraldsson, erharaldsson@simnet.is sími 861-1999.

Minnum líka á www.leiklist.is.