Haraldurinn eða “The Harold”, er ein þekktasta langspuna-aðferðin í leiklist. Hún var upphaflega þróuð af Del Close, í samstarfi við Charna Halpern og leikhúsið iO í Chicago. Aðferðin hefur notið mikilla vinsælda hjá spunaleikhópum um víða veröld.
Leikkonan Dóra Jóhannsdóttir er frumkvöðull þessarar aðferðar hérlendis, en hún hefur numið við hið kunna spunaleikhús, Upright Citizens Brigade í New York og kennir Haraldinn á Íslandi.
Leikstjóri: Dóra Jóhannsdóttir
Tími: Föstudagur 29. ágúst og laugardagur 30. ágúst kl. 21:00
Staður: Tjarnarbíó, Tjarnargata 12
Lengd: 50 mínútur
Sýningin er hluti af leiklistarhátíðinni Lókal