Orkuboltinn hann Emil Svenson situr aldrei lengi kyrr og er kominn aftur og verður í fullu fjöri í Freyvangi um páskana. Þar sem sþýningum var hætt í janúar fyrir fullu húsi var ákveðið að taka sýninguna upp aftur og sýna 5 sinnum dagana 16., 17. og 19. apríl.

Svo ef þið sáuð ekki Emil í Kattholti í vetur, þá fáið þið nú annað tækifæri!

Þetta er mannmörg sýning með mörgum og skemmtilegum söngvum, fimm manna hljómsveit og 16 leikurum. Í hlutverki Emils er Sigurður Bogi Ólafsson 11 ára og Idu litlu systur hans leikur Steingerður Snorradóttir 8 ára.

Þarna er um að ræða leikgerð sem ekki hefur verið sýnd áður hér á landi eftir Sören Dahl og Anders Baggesen, tónlistin er eftir Sören Dahl og Georg Rydell. Þýðandi leiktexta er Guðjón Ólafsson en söngtexta Hallmundur Kristinsson og gerir hann einnig leikmynd. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir en tónlistarstjóri er Linda Guðmundsdóttir.

Sýningar vera sem hér segir:
Miðvikudagur 16. apríl kl. 20.00
Fimmtudagur 17. apríl kl. 14.00
Fimmtudagur 17. apríl kl. 17.00
Laugardagur 19. apríl kl. 14.00
Laugardagur 19. apríl kl. 17.00

Miðasala í síma 857 5598 frá 17-19 alla virka daga
Miðaverð er 2.500