Leikfélag Blönduóss frumsýnir leikritið Dagbókin hans Dadda föstudaginn 28.mars kl. 20.00 í Félagsheimilinu á Blönduósi. Höfundur verksins er Sue Townsend og þýðandi Guðný Halldórsdóttir. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson og er þetta í fyrsta skipti sem hann leikstýrir hjá félaginu.

Sýningin í ár er sett upp í samstarfi við Dreifnám í A-Hún og er meirihluti þátttakenda nemendur sem taka þátt í leiksýningunni með einhverjum hætti og fá þau einingu fyrir.

Alls koma að þrjátíu manns að uppsetningunni og eru mörg ný andlit í leikarahópnum.

Næstu sýningar eru laugardaginn 29. mars kl. 20.00, sunnudaginn 30. mars kl.17.00 og þriðjudaginn 1.apríl kl.20.00.

Miðaverð er 2.500 kr. en 2.000 kr. fyrir ellilífeyrisþega, öryrkja og börn 14 ára og yngri.