Það er mikið líf og fjör í Dýrafirði þessa dagana. Þar hafa staðið yfir æfingar á einu vinsælasta barnaleikriti allra tíma Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren. Lokaspretturinn stendur nú yfir og allt að verða tilbúið á Sjónarhóli. Lína Langsokkur verður frumsýnd laugardaginn 8. mars kl. 14 í félagsheimilinu á Þingeyri.
Næsta sýning verður strax daginn eftir sunnudaginn 9. mars. Síðan verður haldið áfram næstu helgar. Einnig verða sýningar á Línu Langsokk um páskana. Miðasala á allar sýningar hefst núna á föstudag 28. febrúar í síma 867 9438.
Það er leikdeild Höfrungs á Þingeyri sem setur leikritið um Línu Langsokk á svið. Alls taka um tuttugu leikarar þátt í sýningunni og annað eins starfar á bakvið tjöldin. Leikstjóri er Elfar Logi Hannesson.