Nú standa yfir æfingar á leikritinu Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren hjá Leikfélagi Selfoss. Verkið þarf vart að kynna fyrir fólki en þetta er ein magnaðasta saga höfundarins. Leikstjóri verksins er Sigrún Valbergsdóttir. Stefnt er að frumsýningu 21. febrúar næstkomandi, sýningar verða í Litla leikhúsinu við Sigtún en miðaverð auglýst þegar nær dregur frumsýningu.

Bræðurnir Karl og Jónatan hittast aftur eftir stutta jarðneksa dvöl í landinu Nangijala, þar sem sögur eru sagðar við varðeldana. Lífið í Kirsuberjadalnum mótast af grimma Riddaranum Þengli, sem ásamt eldspúandi drekanum Kötlu ræður þar ríkjum og valda þau skelfingu hvar sem þau koma. Karl og Jónatan, sem kallaðir eru bræðurnir Ljónshjörtu, ákveða að berjast við hinn grimma Þengil og svartklæddu Riddarana hans.