Leiksýningin Fullkomið brúðkaup hefur notið fádæma vinsælda frá því hún var frumsýnd hjá Leikfélagi Akureyrar þann 20. október sl. Troðfullt hefur verið á allar sýningar og til að mæta eftirspurn hefur fjölda aukasýninga verið bætt við sem allar hafa selst upp jafn óðum. Fimm þúsundasti gesturinn mun sjá sýninguna nú á seinni sýningu verksins á laugardagskvöld.
Leiksýningin Fullkomið brúðkaup hefur notið fádæma vinsælda frá því hún var frumsýnd hjá Leikfélagi Akureyrar þann 20. október sl. Troðfullt hefur verið á allar sýningar og til að mæta eftirspurn hefur fjölda aukasýninga verið bætt við sem allar hafa selst upp jafn óðum. Fimm þúsundasti gesturinn mun sjá sýninguna nú á seinni sýningu verksins á laugardagskvöld.
Á fimm helgum hafa fimm þúsund gestir notið sýninga á Fullkomnu brúðkaupi. Verkið hefur hlotið afar jákvæð viðbrögð áhorfenda og gagnrýnenda. Fullkomið brúðkaup er þegar komið í hóp með vinsælustu sýningum LA frá upphafi en sennilega hafa aldrei jafn margir gestir séð uppsetningu félagsins á jafn skömmum tíma. Sýningar á Fullkomnu brúðkaupi hafa allar verið troðfullar og sýnt hefur verið allt að fimm sýningum um helgi. Aukasýningum er bætt við eins og þurfa þykir.
Fullkomið brúðkaup er vel skrifaður gamanleikur, hraður, fullur af misskilningi, framhjáhöldum og ást. Brúðkaupsdagurinn er runninn upp. Brúðguminn vaknar með konu sér við hlið. Hann hefur aldrei séð hana fyrr. Hver er þessi kona? Hvað gerðist kvöldið áður? Hann flækist inní atburðarás sem hann ræður ekkert við, brúðurin á leiðinnim herbergið í rúst, nakin kona í rúminu og þá er bankað…
Þrátt fyrir gott gengi þá mun sýningum á Fullkomnu brúðkaupi ljúka um áramót. Til að mæta eftirspurn eftir miðum verður áfram bætt við aukasýningum á þessu tímabili eins og þurfa þykir. LA tók í fyrra upp nýtt sýningarfyrirkomulag. Þá er fyrirfram skilgreindur sýningartími fyrir hvert verk og svo er það sýnt þétt í þann tíma sem er tiltölulega stuttur. Því þurfa áhorfendur að vera snöggir til að tryggja sér miða og grípa gæsina meðan hún gefst. Þetta fyrirkomulag þykir hafa gefið góða raun, bæði listrænt og rekstrarlega.
Í haust var met í kortasölu frá síðasta leikári slegið en einnig hafa færri komist að en vilja á aðrar sýningar, s.s. Belgíska Kongó og Edith Piaf.
Á tímabilinu 20. október-26.nóvember hafa verið 32 viðburðir í húsinu og gestir verið um 6500 manns.