Unglingadeild Leikfélags Kópavogs frumsýnir nýtt frumsamið leikverk, sunnudaginn 24. nóv. kl. 20.00. Verkið ber heitið Kemurr’á deit? og var það samið og unnið í hópvinnu undir stjórn leikstjórans Ástbjargar Rutar Jónsdóttur. Unglingadeild LK hefur komið víða við á undanförnum árum og grandskoðað ýmislegtí mannlífinu og utan þess svo sem blóðsugur, Facebook, líf unglingsins og fleira. Nú er komið að ástinni sem hópurinn skoðar með sínum sérsmíðuðu gleraugum.
Hægt er að kaupa miða á Miðakaup og kostar stykkið heilar 500 krónur. Einnig er hægt að senda inn pöntun á midasala@kopleik.is.