Skoppa og Skrítla hafa verið í uppháhaldi hjá yngstu kynslóðinni um árabil, hvort sem er í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tónlist eða leiksýningum. Þær hafa verið áberandi í Borgarleikhúsinu undanfarin ár en bjóða nú í fyrsta sinn til jólaskemmtunar. Sýningarnar Skoppa og Skrítla á tímaflakki og Skoppa og Skrítla í leikhúsinu slógu báðar í gegn og hlutu geysigóðar viðtökur. Sýningin hentar börnum frá níu mánaða aldri.
Aðstandendur:
Höfundur: Hrefna Hallgrímsdóttir
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson
Leikmynd: Ólafur Jónasson
Búningar: Gunnhildur Stefánsdóttir og María Ólafsdóttir-Zúmmi
Lýsing: Dusan Loki Mavkovic
Tónlist: Hallur Ingólfsson
Myndvinnsla: Bragi Þór Hinriksson
Leikarar: Linda Ásgeirsdóttir, Hrefna Hallgrímsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Viktor Már Bjarnason ásamt hæfileikaríkum börnum úr Sönglist, Ballettskóla Eddu Scheving og fimleikafélögum Gróttu og Fylkis.