Leikfélag Kópavogs býður fólki Mixtúru, dagskrá þriggja leikþátta sem að sögn henta vel við sleni og skammdegisdrunga. Sýnt er í Leikhúsinu, Funalind 2, fös. 1. nóv. kl. 20.00. Leikþættirnir eru Móðurímyndin eftir Alan Ayckbourn í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar, Bílabúðin eftir Eugène Ionesco í leikstjórn Arnar Alexanderssonar og Frásögur færandi eftir leikstjórann Hrund Ólafsdóttur og leikhópinn. Alls taka tíu leikarar taka þátt.

 

Næstu sýningar verða auglýstar síðar. Miðaverð er 1.000 kr. Miðasala á https://www.midakaup.is/kopleik/mixtura.