Eyja er hugmyndarík en einmana stelpa sem er nýflutt í gamalt, hrörlegt hús úti í sveit. Í herberginu hennar opnast hlið inn í magnaðan töfraheim og afa Eyju er rænt af illskeyttri álfkonu. Í Huliðsdal hittir Eyja fyrir alls kyns furðuverur og þarf að finna hjá sér bæði hugrekki og útsjónarsemi svo henni takist að bjarga afa áður en hliðið lokast á ný. Hættuför í Huliðsdal er spennandi og skemmtileg leiksýning fyrir börn á grunnskólaaldri og annað ævintýrafólk.
Leikarar eru Aðalbjörg Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir, leikmynd hannar Brynja Björnsdóttir, tónlist er eftir Ólaf Björn Ólafsson, búninga hannar Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, lýsingu Egill Ingibergsson og aðstoðarmaður leikstjóra er Sigríður Eir Zophaníasardóttir.