Nú, 20 árum síðar, hafa leikararnir Kári Viðarsson og Víkingur Kristjánsson sökkt sér niður í heimildir og byggt á þeim leiksýninguna 21:07. Þeir fara auk þess með öll hlutverk í verkinu.
Frystiklefinn hefur verið starfræktur frá árinu 2010 í gömlu fiskvinnsluhúsi. Fyrsta verkið sem þar var flutt, Hetja, var einnig samvinnuverkefni þeirra Kára og Víkings.
Sýningar hefjast kl. 20. Miðasala fer fram í síma 865-9432, á netfanginu frystiklefinn@gmail.com og á midi.is.