Val Þjóðleikhússins á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins 2012-13 verður tilkynnt á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga sem haldinn verður í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal í Borgarfirði dagana 3.-4. maí. Alls eru það 17 sýningar frá jafnmörgum félögum sem berjast um að hljóta útnefninguna og fara á svið í Þjóðleikhúsinu í byrjun sumars.

Eftirtalin verk sækja um að vera útnefnd sem Athyglisverðasta áhugaleiksýningin 2013:

1. Borgarbörn, barna- og unglingaleikhús – Jólaævintýrið eftir Erlu Ruth Harðardóttur sem jafnframt leikstýrir.
2. Freyvangsleikhúsið – Dagatalsdömurnar eftir Tim Firth. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir.
3. Halaleikhópurinn – Rympa á ruslahaugnum eftir Herdísi Egilsdóttur. Leikstjóri: Herdís Ragna Þorgeirsdóttir.
4. Leikdeild Ungmennafélags Gnúpverja – Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri: Svandís Dóra Einarsdóttir.
5. Leikfélag Dalvíkur – Eyrnalangir og annað fólk eftir Kristínu og Iðunni Steinsdætur. Leikstjóri: Saga Jónsdóttir.
6. Leikfélag Fljótsdalshéraðs og Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum – Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner. Leikstjóri: Gunnar Björn Gunnarsson.
7. Leikfélag Hafnarfjarðar – Sjóræningjaprinsessan eftir Ármann Guðmundsson. Leikstjóri: Lárus Vilhjálmsson.
8. Leikfélag Hörgdæla – Djákninn á Myrká eftir Jón Gunnar Þórðarson sem jafnframt leikstýrir.
9. Leikfélag Keflavíkur – Með vífið í lúkunum eftir Ray Cooney. Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson.
10. Leikfélag Kópavogs – Gutti og félagar eftir Örn Alexandersson sem jafnframt leikstýrir.
11. Leikfélag Mosfellssveitar – Kántrý Mos eftir Maríu Guðmundsdóttur. Leikstjóri: Þórunn Lárusdóttir.
12. Leikfélag Ólafsfjarðar í samvinnu við Leikfélag Siglufjarðar – Stöngin inn eftir Guðmund Ólafsson sem jafnframt leikstýrir.
13. Leikfélag Sauðárkróks – Tifar tímans hjól eftir Guðbrand Ægi Ásbjörnsson og Árna Gunnarsson. Leikstjóri. Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
14. Leikfélag Selfoss – Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikstjóri: Lilja Nótt Þórarinsdóttir.
15. Leikfélag Vestmannaeyja –Grease. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir.
16. Leikfélag Ölfuss – Rummungur ræningi eftir Otfried Preussler. Leikstjóri: Ármann Guðmundsson.
17. Stúdentaleikhúsið – Nashyrningarnir eftir Eugéne Ionesco. Leikstjóri: Árni Kristjánsson.