Í Sæluviku frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks glænýtt frumsamið leikverk í fullri lengd eftir Guðbrand Ægi Ásbjörnsson og Árna Gunnarsson með lögum eftir Geirmund Valtýsson. Leikstjóri er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson. Leikverkið verður frumsýnt á Sæluviku Skagfirðinga 28. apríl 2013.

Í leikritinu er sögð saga af fjölskyldu úti á landi, sigrum hennar og sorgum. Tónlist er ríkur þáttur í þeirra lífi og ekki síst í lífi aðalpersónunnar sem er annar sonurinn á heimilinu. Hann kynnist böllunum, ástinni og sorginni. Hann flyst til höfuðborgarinnar, kynnist kostum hennar og göllum og kemst að því að grasið er ekki alltaf grænna hinum megin.

Verkið er á léttum nótum með þekktum lögum eftir Geirmund Valtýsson auk eins lags sem var sérsamið fyrir sýninguna.

Frumsýning sunnudaginn 28. apríl kl. 20.30
2. sýning þriðjudaginn 30. apríl kl. 20.30
3. sýning fimmtudaginn 2. maí kl. 20.30
4. sýning föstudaginn 3. maí kl. 23.00 (Miðnætursýning)
5. sýning laugardaginn 4. maí kl. 15.00
6. sýning sunnudaginn 5. maí  kl. 20.30
7. sýning þriðjudaginn 7. maí kl. 20.30
8. sýning fimmtudaginn 9. maí kl. 17.00
9. sýning föstudaginn 10. maí kl. 23.00 (Miðnætursýning)
10. sýning laugardaginn 11. maí kl. 15.00