Fimmtudaginn 11. apríl frumsýnir Yggdrasil, leikfélag VMA, leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason í Rósenborg á Akureyri. Leikritið er hluti af Þjóðleik sem er leiklistarhátíð ungs fólks sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni. Þekkt íslensk leikskáld eru fengin til að skrifa krefjandi og spennandi verk fyrir 13-20 ára leikara sem svo eru sett upp í hinum ýmsu byggðum landsins. Leikstjórar eru Pétur Guðjónsson og Jóhanna G. Birnudóttir.

Tjaldinu er ætlað að höfða fyrst og fremst til ungs fólks en hæfir þó fólki á öllum aldri.  Tjaldið fjallar um unglinga sem fara á útihátíð um verslunarmannahelgina. Þar er vinahópur sem stendur frammi fyrir því að stúlku úr hópnum hefur verið nauðgað á útihátíðinni. Vinkonurnar vilja hjálpa henni en þolandinn vill ekki segja frá hver framdi ódæðið, í það minnsta í fyrstu. Auk þess er vinur gerandans í mikilli klípu að eigin mati, þar sem hann varð vitni að atburðinum. Leikritið sýnir ýmsar miður fallegar hliðar mannfólksins, spillingu, græðgi, valdagræðgi, rasisma, kvenfyrirlitningu, kúgun og meðvirkni.

Tjaldið er frumsýnt í Rósenborg, 4. hæð fimmtudaginn 11. apríl kl. 20.30.

Aðrar sýningar:
2. sýning: Laugardaginn 13. apríl kl. 16.00 Þjóðleikur
3. sýning: Sunnudaginn 14. apríl kl. 16.00 Þjóðleikur
4. sýning: Miðvikudaginn 17. apríl kl. 20.30
5. sýning: Fimmtudaginn 18. apríl kl. 20.30

Miðapantanir í síma 863 1778 á milli 16.00 og 19.00