Föstudaginn 8. mars verður sýningin KÁNTRÝ MOS frumsýnd hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Leikstjóri er Þórunn Lárusdóttir og höfundur María Guðmundsdóttir. Um tónlist sér Birgir Haraldsson ásamt hljómsveit. Þetta er frumraun Þórunnar sem leikstjóri en höfundur verksins hefur samið nokkur verk sem leikfélagið hefur sett á svið. Aðstandendur sýningarinnar og leikarar telja 36 manns.
Leikritið gerist í Mosfellsbæ og er það leikfélag og hestamannfélag sveitarfélagsins sem að taka sig saman um að bjarga útvarpi kántrý Mos með því að setja upp sýningu. Leikritið gerist í æfingaferlinu og í sýningunni er einnig lifandi tónlist.
Frumsýning föstudaginn 8. mars kl. 20
2. sýning föstudaginn 15. mars kl. 20
3. sýning föstudaginn 5. apríl kl. 20
4. sýning sunnudaginn 7. apríl kl. 20
5. sýning föstudaginn 12. apríl kl. 20
6. sýning sunnudaginn 14. apríl kl. 20
Miðapantanir í síma 566 7788 og miðaverð krónur 2000.