Leikfélag Borgarholtsskóla frumsýnir þann 8. febrúar leiksýninguna Grimmd sem er byggt á hryllilegustu og blóðugustu Grimms ævintýrunum, eins og þau voru upphaflega skrifuð – sem er ávísun á martraðir! Með samvinnu bjó hópurinn handritið til upp úr þremur sögum undir handleiðslu leikstýrunnar Jenný Láru Arnórsdóttur. Nemendur skólans sjá um að vinna allar hliðar leiksýningarinnar; hönnun, markaðssetningu, búninga, smink, leikmuni, tónlist, lýsingu og hljóðmynd.

Blóðið mun spýtast í allar áttir, líkamspartar munu fljóta um, höfuð fjúka, velsæmiskenndin flýja út um gluggann, hjartað taka kipp og kalt vatn renna þér á milli skinns og hörunds þegar Leikfélag Borgarholtsskóla opnar dyrnar fyrir grimmdinni sem leynist í hinum ástsælu Grimmsævintýrum.

Sýningar standa frá 8.-14.febrúar og byrja á slaginu 20.00.  Miðala er hafin á midi.is og kostar miðinn aðeins l000 kr.

ATH. EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!