Hugleikur býður til jóladagskrár undir heitinu Jólahlaðborð fimmtudaginn 13. desember kl. 20.00 og sunnudaginn 16. desember kl. 17.00. Eins og nafnið gefur til kynna verður fjölbreytt efni á boðstólum, leiknir þættir og tónlist í bland. Á krepputímum er í tísku að endurnýta og betrumbæta. Sýnt er í húsnæði Hugleiks að Eyjarslóð 9.

Hugleikur stendur sig í því með því að setja upp tvo endurunna þætti: Meira fyrir börn eftir Þórunni Guðmundsdóttur og Þegar Grýla stal jólunum eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Svo er heimsfrumsýning á þættinum Korter í sex eftir Þórarin Stefánsson. Nokkur ný jólalög eftir valinkunna hugleikara munu líka hljóma. Hinn sanni hugleiks-andi mun svífa yfir vötnunum með hæfilega kaldhæðnum húmor og svo er aldrei að vita nema boðið verði upp á veitingar í hléi.