Leikdeild Skallagríms frumsýndi í Lyngbrekku þann 29.febrúar sl. farsann Allt á síðasta snúningi eftir Aðalstein Bergdal. Áætlaðar eru sýningar fram að og með laugardeginum 16.mars n.k. Leikstjórar eru þau Margrét Jóhanssdóttir og Jónas Þorkelsson.

Sýningar eru sem hér segir:
2. sýning 1. mars kl 20:30
3. sýning 3. mars kl 20:30
4. sýning 5. mars kl 20:30
Miðapantanir eru í síma 845-1615 og á leikdeildskalla@gmail.com  og miðaverð er 3.000 kr.
Eldri borgara, öryrkjar, 15 ára og yngri 2000 kr

Leikstjórarnir: 
Jónas Þorkelsson hefur starfað með Leikdeild Skallagríms nánast óslitið í 30 ár. Hann hefur leikið í fjölmörgum sýningum og sett upp ljós og smíðað leiktjöld. Fyrta hlutverkið sem hann lék var stúdent í “Ævintýri á gönguför” og  síðan Guðmund í “Óvitum” tveimur árum seinna. Þá lék hann í “Djöflaeyjunni“; “Þreki og tárum”, “Týndu teskeiðinni” ; “Sex í sveit” og “Á svið”. Hann var Jón í “Gullna hliðinu”; Skuggi í “Skugga-Sveini”; lék í “Nönnu systur;” “Stönginni  inn” ; “Söngleikjalögum á Brákarhátíð”; “Barið í brestina”; “Blessuðu barnaláni” og Afmælishátíð á Brákarhátíð”. Þá leikstýrði Jónas og lék í “Leikið í 100 ár” saga Leikdeildar Skallagríms og Fullkomnu brúðkaupi. Jafnfram hefur Jónas leikstýrt ýmsum einþáttungum á skemmtikvöldum o.þ.h. á vegum Leikdeildarinnar.
Margrét Jóhannsdóttir er grunnskóla -og  leiklistarkennari frá HÍ og starfaði ár í Grunnskólanum í Borgarnesi í 25 ár en þar áður kenndi hún 6 ár á Varmalandi og í 2 ár veitti hún skólaseli í Lyngbrekku forstöðu. Margrét leikstýrði mörgum leikritum með börnum og unglingum á árshátíðum. Þar má nefna stuttar útgáfur af “Síladarævintýri”; “Dýrunum  í Hálsaskógi“ og “Fiðlaranum á þakinu”, “Þyrnirósu” og “Litlu Ljót” á Varmalandi. Í GB var það “Samsuða”, “Þetta er allt vitleysa Snjólfur”, “Ronja ræningjadóttir” og “Litla Ljót”. Hún hefur leikið í ýmsum leiksýningum t.d. “Ævntýri á gönguför” í breyttum búningi á nemendamóti Verslunarskóla Íslands fyrir margt löngu. Hún lék Guðrúnu í “Aldrei er friður”; með Leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna og  afmælissýningu með sama félagi. “Leikið í 100 ár” afmælissýningu Leikdeild Skallagríms; Siggu gömlu í“Saumastofunni”, í einþáttungum á “Skemmtikvöldum” og Helgu í  “Slá í gegn “ með leikdeild Skallagríms.  Einnig lék hún og söng í óperettunni “Sígaunabaróninum” og söngleiknum “Mógli” með Tónlistarskóla Borgarfjarðar auk stuttum útgáfum  af“Hans og Grétu” og “Óliver“. Margrét hefur sótt fjölda leiklistarnámskeiða hjá FLÍSS  og tvisvar sótt   námskeið í Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga.

Leikarar og aðstandendur:

Hjörtur Vífill Jörundsson leikur Brand. Hann er að stíga sin fyrstu skref með Leikdeild Skallagríms, en lék áður mikið með Leikklúbbi Laxdæla í Búðardal.
Margrét Birna Kolbrúnardóttir leikur Guðmundu. Hún hefur leikið áður í tveimur verkum hjá Leikdeild Skallagríms og tekið þátt í skemmtikvöldum og þar áður lék hún á Egilsstöðum.
Einar Örn Einarsson leikur Þengil og hefur hann leikið í nokkrum verkum áður með Leikdeild Skallagríms.
Ása Dóra Garðarsdóttir leikur Sigfríði. Hún byrjaði að leika með Leikdeildinni árið 2008 og hefur leikið í fjölmörgum verkum síðan. Þar áður lék hún með Leikfélagi Ungmennafélagsins Íslendings í Bæjarsveit og með Leikfélagi Ungmennafélags Reykdæla í Reykholtsdal.
Hanna Laufey Jónasdóttir leikur Kjartan. Hún hefur leikið í nokkrum uppfærslum hjá Leikdeild Skallagríms.
Ágúst Þorkelsson leikur Sigvalda leikstjóra. Hann byrjaði að leika hjá Leikdeildinni árið 2008 og hefur tekið þátt í fjölmörgum uppfærslum bæði í leik og söng.
Hákon Margnús Magnússon leikur Gunnstein. Hann hefur leikið í nokkrum sýningum hjá Leikdeid Skallagríms,
Ástríður Jóna Guðmundsdóttir er að stíga sín fyrstu skref með Leikdeild Skallagríms og leikur Sigurlínu. Hún hefur tekið þátt í ýmsum sýningum bæði hér heima og erlendis og var með leiklist sem aukagrein í HÍ.
Þorkell Guðbrandsson leikur Jón brandara. Hann hefur leikið í fjölmörgum verkum hjá Leikdeildinni.
Selma Rakel Gestsdóttir leikur Siggu hjúkku og er hún að leika í þriðja sinn með Leikdeildinni.
Guðbrandur Guðbrandsson leikur Gunna klikk. Hann lék fyrir nokkrum árum í mörgum sýningum hjá Leikdeildinni en er kominn aftur á svið með okkur.

Hvíslari er Linda María Ásudóttir. Hún hefur tekið þátt í nokkrum sýningum með Leikdeildinni .

Ragnar Jónasson er Hljóð- og ljósameistari og hefur hann stýrt þessari tækni í sýningum nokkurra undanfarinna ára. 

Leikstjórar, leikarar og tæknimaður eru öll úr nánasta umhverfi Lyngbrekku, eða frá Borgarnesi og vestur í Laugagerði. Við hjálpuðumst öll að við gerð leikmyndar. Það var smiðað, málað, saumað og fundin húsgögn á heimilum okkar og á nytjamarkaði. Sömu sögu er að segja um aðra leikmuni, búninga og smink. Allir voru virkir og tilbúnir að leggja mikið á sig. Í hópnum var mjög góður andi og mikið hlegið á æfingum. 

Á sýningum er boðið upp á vöfflur, kaffi, gos og sælgæti og því stjórnar Guðrún Jónasdóttir ásamt barnabörnum og Vigdísi Þorsteinsdóttur.
Margrét Birna Kolbrúnardóttir sá um auglýsingaöflun í leikskrá, Ástríður Jóna Guðmundsdóttir setti leikskrána upp fyrir prentun svo og auglýsingaplaköt.
Brynja Gná Bergmann Heiðarsdóttir og Skessuhorn tóku ljósmyndir.
Margrét Jóhannsdóttir er sýningarstjóri, sér um miðapantanir og aðstoðar í eldhúsi og sjoppu í hléi.

Þess má geta að leikhópurinn samanstendur  af mörgum úr sömu fjölskyldu.  Jónas leikstjóri er bróðir Ágústs (Sidda)og þeir eru synir Þorkels (Jóns brandara) og Guðrúnar sem sér um eldhúsið. Guðbrandur (Gunni klikk) er bróðir Þorkels og Hákon ( Gunnsteinn) er bróðursonur þeirra tveggja. Ása Dóra (Sigfríður) og Hákon eru par, Linda María er dóttir Ásu Dóru og Hanna Laufey (Kjartan) og Ágúst eru líka par. Þá er Ragnar tæknimaður bróðir Hönnu Laufeyjar. Í hópnum eru sem sagt minnst níu manneskjur sem tengjast nánum fjölskylduböndum.