Nú stendur yfir skráning á námskeið fyrir leikara sem haldið verður í æfingahúsnæði Hugleiks að Eyjarslóð 9. Um er að ræða 18 tíma námskeið sem haldið verður dagana 3.-12. nóvember en leiðbeinandi er Þór Tulinius, 53 ára leikari og leikstjóri. Farið verður í leiki og spuna. Spáð í stærð á sviði og persónusköpun. Er leiklist bara tækni eða er einhver heilagleiki sem fylgir því að íklæðast hlutverki? En fyrst og fremst verður lagt upp úr því að hafa bara gaman af þessu!

Kennslan fer fram sem hér segir:

Laugardaginn 3. nóvember kl. 12:30-16:30
Fimmtudaginn 8. nóvember kl. 19:30-22:30
Laugardaginn 10. nóvember kl. 14:00-18:00
Sunnudaginn 11. nóvember kl. 14:00-18:00
Mánudaginn 12. nóvember kl. 19:30-22:30

Námskeiðið er öllum opið, jafnt reyndum sem óreyndum, en aðeins er pláss fyrir 16 þátttakendur þannig að fyrstur kemur fyrstur fær.

Skráning fer fram í gegnum netfangið: hugleikur@hugleikur.is og lýkur 29. október nk. Þátttökugjald er 5.000 kr. á mann auk þess sem þátttakendur þurfa að hafa greitt félagsgjöld í Hugleik fyrir leikárið 2012-2013 sem eru 3.000 kr.