Ævintýrið um Eldfærin eftir H.C. Andersen var frumsýnt vorið 2011. Dátinn er á leið heim úr stríði og upp spinnst spennandi ævintýri þar sem nornin, prinsessan og allir þorpsbúar birtast ljóslifandi að ógleymdum hundunum þremur með ógnarstóru augun. Snemma árs 2012 óx svo Baunagrasið upp á sviðinu og varð að heilu ævintýri. Risinn, gamla konan, sjálfspilandi harpan, hænan sem verpir gulleggjum og allir þorpsbúarmæta til leiks á Litla sviði Borgarleikhússins. Gói leikur Jóa og Þröstur sér um rest.
Báðar sýningarnar hlutu afburðaviðtökur áhorfenda og gagnrýnenda. Eldfærin hlaut tvær tilnefningar til Grímunnar árið 2011 sem barnasýning ársins og áhorfendasýning ársins og Gói og Baunagrasið var tilnefnt til Grímunnar 2012 sem barnasýning ársins.