Litli leikklúbburinn á Ísafirði frumsýnir fjölskyldu leikritið Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir eftir Ólaf Hauk Símonarson í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, laugardaginn 6. október kl 15. Leikritið er byggt á sögu Rudiard Kipling, tónlist og texta semur Ólafur Haukur og er þessi uppfærsla í leikstjórn Halldóru Björnsdóttur. Leikritið er fjölskylduleikrit og margar persónur fylla það lífi svo sem kötturinn sem er leikinn af Sigríði Salvarsdóttur.
Frumsýning eins og áður segir er laugardagurinn 6. október. Næstu sýningar eru:
Sunnudagurinn 7. október kl. 15
Þriðjudagurinn 9. október kl. 20
Fimmtudagurinn 11. október kl. 20
Miðaverði er stillt í hóf; Frítt fyrir 6 ára og yngri, 1700 kr fyrir 7-12 ára, 13 ára og eldri 2200 kr. Öryrkjar og eldri borgarar greiða 1700 kr.
Innifalið í miðaverði er kakó/kaffi og kaka í Edinborg Bístró Bar með dýrunum úr leikritinu eftir sýningu.