Ungleikur var stofnaður í þeim tilgangi að gefa ungum skáldum og leikurum vetvang til þess að sýna vinnu sína. Meginmarkiðið er að efla leikritun og leiklist ungra Reykvíkinga og tekið er við innsendum leikritum frá ungum skáldum (16-25 ára) sem verða sett upp sem sýning í Borgarleikhúsinu þann 6. nóvember næstkomandi.

Umsóknarfrestur leikskálda er til 15. september.

Leikritin þurfa að vera 8-15 blaðsíður að lengd. Sendið leikritin á netfangið ungleikur@gmail.com

Áheyrnaprufur fyrir leikarana verða auglýstar þegar nær dregur.

Ungleikur verður nýr og spennandi dagskráliður á Unglist í Reykjavík.

Skúffuskáld Reykjavikur sameinist!

Fylgist með á Facebook síðu Ungleik:

https://www.facebook.com/pages/Ungleikur-%C3%A1-Unglist/349216478482935?ref=ts