Leikfélag Sauðárkróks æfir þessa dagana leikritið Á svið eftir Rick Abbot. Þýðandi er Guðjón Ólafsson og leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir.
Sýnt er í Bifröst á Sauðárkróki.
Á svið  er leikrit um leikhóp sem er að setja upp leikrit, fyrsti og annar þáttur er æfing á verkinu og þar er ýmislegt sem kemur upp á. Í þriðja þætti er svo komið að frumsýningu og þá ætti nú allt að vera löngu tilbúið en eins og við vitum getur allt gerst á frumsýningum t.d. gæti höfundunum dottið í hug að gera eitthvað.
Frumsýnt verður í byrjum sæluviku Skagfirðinga og eru áætlaðar 10 sýningar. 

Frumsýning sunnudaginn 30. apríl kl; 20:00
2. sýning þriðjudaginn 2. maí kl; 20:00
3. sýning miðvikudaginn 3. maí kl; 20:00
4. sýning föstudaginn 5. maí kl; 20:00
5. sýning laugardaginn 6. maí kl; 16:00
6. sýning sunnudaginn 7. maí kl; 17:00
7. sýning þriðjudaginn 9. maí kl; 20:00
8. sýning miðvikudaginn 10. maí kl; 20:00
9.sýning föstudaginn 12. maí kl; 20:00
Lokasýning sunnudaginn 14. maí kl;20:00

Miðapantanir eru í síma 8499434

Myndir eru teknar á æfingu af Gunnhildi Gísladóttir