Leikfélag Blönduóss hefur legið í dvala í hartnær áratug en nú verður aldeilis breyting þar á. Leikfélagið setur nú á svið fjölskyldusýninguna Dýrið og Blíða eftir Nicholas Stuart Gray. Ungur og ferskur leikhópur tekur þátt í sýningunni og er það hinn reyndi leikstjóri, Sigurður Líndal sem stýrir hópnum. 

Eins og forynja félagsins, G. Eva Guðbjartsdóttir orðar það þá hefur félagið „…verið að safna á sig köngulóavef undanfarin ár enda hefur ekki verið sett upp síðan 2014 og eru þetta því stór skref að stíga að byrja upp á nýtt nánast, með nýjan leikhóp. En núna erum við heldur betur búin að ryksuga og erum búin að vera á fullu að æfa, smíða, stússa og skapa töfra! Það styttist í að við getum sýnt ykkur afraksturinn og allir eru mjög spenntir!“ 

Sýnt verður í Félagsheimilinu á Blönduósi verða sýningar:
Laugardagur 29.apríl kl: 15:00 – Frumsýning
Sunnudagur 30.apríl kl: 15:00 – 2.sýning
Þriðjudagur 2.maí kl: 17:00 – 3. sýning
Miðvikudagur 3.maí kl: 17:00 – 4. sýning

Miðasala er í gegnum skilaboð á Facebooksíðu félagsins eða í eftirfarandi símum milli kl 16.00-20.00:
Erla – 8251133 / Kristín – 8471852.

Miðaverð er 3500 kr.-
Greitt er með millifærslu:
kt: 451078-1439 – Reikningsnr: 0307 – 13 – 300001