Um þessar mundir standa yfir sýningar á söngleiknum Blóðbræður, eftir Willy Russell, í Bíóhöllinni á Akranesi. Söngleikurinn var frumsýndur sl. laugardag og hefur fengið vægast sagt frábærar viðtökur áhorfenda. Verkið er sett upp af Vinum Hallarinnar að tilefni 70 ára afmæli Bíóhallarinnar á Akranesi sem og til að endurreisa leiklistarstarf áhugamannaleikhúss á Akranesi. Einar Viðarsson og Gunnar Sturla Hervarsson sáu um leikstjórn og Flosi Einarsson um tónlistarstjórn og hljóðupptökur.

Blóðbræður fjalla í örstuttu máli um tvíburabræður sem margra barna móðir elur. Fyrir átti hún hóp af börnum, þannig að hún neyðist til að gefa annan soninn frá sér, sterkefnuðu fólki. Bræðurnir alast þannig upp við ólík kjör en tilviljanir haga því til að þeir hittast á nokkurra ára fresti. Þrátt fyrir að vera ítrekað stíað í sundur liggja leiðir þeirra aftur saman með dramatískum afleiðingum að lokum.

Næstu sýningar eru sem hér segir:
Föstudaginn 4. maí kl. 20:00
Sunnudaginn 6. maí kl. 16:00

{mos_fb_discuss:2}