Ellefu leikfélög, með jafn margar sýningar, sækja um að koma til greina sem Athyglisverðasta áhugaleiksýningin leikárið 2011-12 og sýna verk sitt í Þjóðleikhúsinu í lok leikárs. Í dómnefnd Þjóðleikhússins í ár sitja Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri, Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins og Jana María Guðmundsdóttir, leikkona. Val dómnefndar verður tilkynnt á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga sem haldinn verður á Ísafirði dagana 4.-6. maí.

Eftirtalin félög sóttu um með þessi verk:

1. Hugleikur
Sá glataði eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur í samvinnu við leikstjóra og leikhópinn
Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir

2. Leikdeild U.M.F. Skallagríms
Skugga-Sveinn eftir Matthías Jochumsson
Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson

3. Leikdeild U.M.F. Eflingar
Í gegnum tíðina eftir Hörð Þór Benónýsson, sem jafnframt leikstýrir

4. Leikfélag Kópavogs
Hringurinn eftir Hrefnu Friðriksdóttur
Leikstjóri er Hörður Sigurðarson

5. Leikfélag Reyðarfjarðar
Baðstofan eftir Gunnar Ragnar Jónsson, sem jafnframt leikstýrir

6. Leikfélag Vestmannaeyja
Banastuð
Leikstjóri er Guðjón Þorsteinn Pálmarson, sem er jafnframt höfundur leikgerðar

7. Leikfélag Ölfuss
Himnaríki eftir Árna Ibsen
Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson

8. Leikfélagið Sýnir
Tristram og Ísönd eftir Ármann Guðmundsson og Guðrúnu Sóleyju Sigurðardóttur
Leikstjóri er Ármann Guðmundsson

9. Litli leikklúbburinn, Ísafirði
Dampskipið Ísland eftir Kjartan Ragnarsson
Leikstjóri er Halldóra Rósa Björnsdóttir

10. Ungmennafélag Reykdæla
Ekki trúa öllu sem þú heyrir eftir Bjartmar Hannesson
Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson

11. Ungmennafélagið Dagrenning
Salka Valka eftir Halldór Laxness
Leikstjóri er Jakob S. Jónsson

{mos_fb_discuss:3}