Hinn þekkti bandaríski leikari og leikstjóri John Malkovich hefur samið ávarp alþjóða leikhúsdagsins í ár.

Það er mér heiður að verða við beiðni Alþjóðlegu leiklistarstofnunarinnar um að skrifa ávarp í tilefni af alþjóðaleikhúsdeginum sem nú er haldinn hátíðlegur í 50 sinn. Ég beini eftirfarandi orðum til kollega minna í leikhúsinu, félaga og samferðamanna.

Megi verk ykkar reynast sannfærandi og frumleg. Megi þau vera andrík, hjartnæm, íhugul og einstæð. Megi þau auðvelda okkur að finna svörin við spurningunni um hvað það þýðir að vera mannlegur og orð ykkar vera gædd einlægni, hreinskilni og þokka.

Megi þið sigrast á erfiðleikum, ritskoðun, fátækt og tómhyggju, sem mörg ykkar standa örugglega frammi fyrir. Megi þið öðlast hæfni og mátt til þess að sýna okkur fram á margbreytileika mannshjartans og þá auðmýkt og forvitni sem til þarf svo að það geti orðið ykkar ævistarf. Og megi þeim sem bestir eru – því það verða bara þeir bestu og það mun ekki gerast nema endrum og eins – auðnast að finna svar við spurningunni sem liggur til grundvallar: „Hvernig lifum við?“ Gangi ykkur vel.

John Malkovich

þýðing Bjarni Jónsson / Ása Richardsdóttir
Mynd © Christian Coigny

{mos_fb_discuss:3}